Amazon hefur nú opnað fyrir efnisveitu sína, Prime Video, í yfir 200 löndum og landsvæðum heimsins. Þar á meðal er Ísland, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.
Að sjálfsögðu virkar sú þjónusta á kerfum Gagnaveitu Suðurlands.
Samkvæmt lista yfir þau lönd, þar sem þjónustan er nú aðgengileg, má sjá að þjónustan mun kosta Íslendinga 2,99 evrur á mánuði, eða sem nemur rúmum 350 krónum.