Þjónusta

Við nýtum okkur OFDM tæknina til að dreifa interneti um okkar þjónustusvæði. Búnaðurinn sem við notum er nánast allur á eigin frátekinni tíðni sem er úthlutað af póst og fjarskiptastofnun.  Þetta gerir það að verkum að hægt er að treysta því að truflanir verða ekki af völdum annarra þjónustuaðila. Kerfið er einnig samhæft með samhæfingartíma frá GPS  sem gerir kerfið afkastameira og gangvissara. Gagnaveita Suðurlands ehf. býður einnig DSL þjónustu og eða ljósleiðaravæðingu á þeim stöðum sem slíkt er í boði og þykir frekar henta.

Með þráðlausum fjölnota-kerfum nýtum okkur ekki einvörðungu opnar tíðnir eins og sumir samkeppnisaðilar okkar.   Þar sem við leggjum áherslu á uppitíma og upplifun notanda höfum við kappkostað við að byggja kerfið upp með bestu mögulegu tækni.

Internetið á ekki að vera vandamál – það á að virka þegar þú villt nýta þér það.

Gagnaveita Suðurlands er með OFDM þjónustu sína út frá tengistöðum:

Hurðarbaki í Flóa

Tóftum

Flóaskóla

Langholtsfjalli

Háafjalli

Seyðishólum

Torfastaðaheiði

Krosshóli

Lúnansholti

Úthlíð

Selfoss

 

Þannig náum við að senda merki um Flóahrepp, hluta af Ásahrepp og stærsta hluta Skeiða og Gnúpverjahrepps ásamt stórum hluta Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps ásamt Grímsnes og grafningshreppi.

Við komum heim til þín með búnaðinn og setjum hann upp fyrir þig, við stillum af netbeininn svo þú getir nýtt þér þráðlaust samband um allt húsið.

Það er fátt mikilvægara fyrir fyrirtæki heldur en að hafa gott og stöðugt internet. Það er orðið nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að hafa aðgang að traustu og góðu interneti til að standa betur að vígi í harðri samkeppni. Við bjóðum þess vegna uppá margar lausnir sem henta mismunandi stærðum af fyrirtækjum, það er sama hvernig tengingu þú þarft, við getum fundið lausnina sem hentar þér.

Verðið.

Við bjóðum uppá einfalda og hagkvæma verðskrá. Við rukkum þig eingöngu fyrir erlent niðurhal, allt íslenskt niðurhal er þér að kostnaðarlausu. Við látum þig síðan vita með tölvupósti þegar þú nálgast efri mörk á þeim pakka sem þú nýtir þér. Þannig hefur þú val um það hvort þú vilt stækka áskriftina eða minnka notkunina það sem eftir lifir mánaðar, valið er þitt en ekki okkar.

Við skiptum þessu niður í pakka – það er alltaf hægt að fara á milli pakka með einu símtali eða tölvupósti.