Sjónvarp 365 miðla á loftljósinu.

Margir kúnnar Gagnaveitu Suðurlands ehf. sem nú hafa Loftljóstengingu, eru komnir með appleTV og horfa á 365 dagskrána án vandræða.

Allar innlendar sjónvarpasrásir, tímaflakk og kvikmyndaleiga er á kerfinu.

Þetta er bylting í sjónvarpsdreifingu á landsbyggðinni, og sýnir að allt tal um grafningu ljósleiðara um allar sveitir landsins er í besta falli slæm hugmynd og peningasóun.

Allt gagnamagn frá 365 miðlum flokkast sem innlent niðurhal og er ekki talið í kerfum Gagnaveitu Suðurlands ehf.

Sjá nánar: https://365.is/